Berlusconi er tvímælalaust litríkasti þjóðarleiðtogi Evrópu - og einn þeirra sérstökustu í heimi. Örugglega spilltur, en svo innilega laus við það sem Danir kalla "situationsfornemmelse" að maður hlýtur að fyllast aðdáun.
Nýjasta útspil hans var að hrósa borgarstjóranum í Róm með því að bera kirkjur borgarinnar saman við ómerkilega timburkirkju sem hann var eitt sinn dreginn úr rúmi til að berja augum. Kirkjan var svo ómerkileg að hann var ekki einu sinni klár á því í hvaða landi hún var - en giskaði á Finnland. Finnar, sem eru með sérkennilegasta þjóðarhúmor Evrópu, klikkuðu á að njóta stundarinnar og móðguðust. Töldu ómögulegt að þetta gæti verið finnsk kirkja. Ekki vegna þess að það væri ekki yfirdrifið af ljótum timburkirkjum í Finnlandi, heldur hefði ítalski þjóðarleiðtoginn aldrei stoppað nægjanlega lengi í hinu skógum prýdda landi til að skoða úrval afskekktra kirkna.
Hins vegar var eitthvað við lýsingu Berlusconi sem hringdi bjöllu hjá Finnum. Ljót, afskekkt timburkirkja í norðlægu landi. Það könnuðust þeir við. "Þetta hlýtur að vera Þingvallakirkja á Íslandi." Hún er afskekkt, lítil og ómerkileg timurkirkja sem allir þjóðarleiðtogar eru neyddir til að skoða ef þeir hætta sér í opinbera heimsókn til Íslands. Enginn hafði þorað að segja það áður, en fyrst á það var minnst - jú, mikið rétt - þetta hlýtur að vera Þingvallakirkja.
Kann að hljóma illa fyrir Íslendinga - en við ættum ef til vill bara að þakka Finnum fyrir þann kurteisisvott að minnast ekki á hina þrjá skyldu-áfangastaði erlendra þjóðhöfðinga: Hverinn sem hefur ekki gosið í 30 ár; foss sem má skoða á sérhverju póstkorti, og virkjun sem hefur 15% orkunýtingu.
Norræn samstaða - klikkar ekki!
11.5.09
9.5.09
Etanól út - rafmagn inn!
Ný rannsókn vísindamanna við Kaliforníuháskóla sýnir að það er mun betra að breyta lífmassa í rafmagn en etanól. Etanól hefur um árabil verið notað sem umhverfisvænt eldsneyti á lítið breyttar bensínvélar. Gallinn við etanólið er hins vegar að framleiðsla þess keppir við matvælaframleiðslu og það er ekki áhugavert til lengdar í heimi sem berst við að lifa af einni jörð.
Sprengihreyfillinn nýtir orku mjög illa og þess vegna er hagkvæmara að brenna lífmassann og nýta orkuna til að hlaða rafhlöður fyrir rafbíla. Þetta mun ekki draga úr framleiðslu á lífmassa til skemmri tíma en til lengri tíma litið styrkir þetta stöðu rafbílsins. Og þar sem rafbíllinn getur notað rafmagn frá vindmyllum, sólarsellum eða kjarnorku, þá er líklegt að eftirspurn eftir lífmassa til orkuframleiðslu minnki.
Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Ísland því við eigum mikið af rafmagni en lítið af lífmassa. Við ættum mjög auðvelt með að skipta stærstum hluta okkar bílaflota yfir í rafbíla á tiltölulega fáum árum. Þar með værum við mikil til óháð innfluttri olíu og gætum komist nálægt því að vera orkulega sjálfbær.
Sprengihreyfillinn nýtir orku mjög illa og þess vegna er hagkvæmara að brenna lífmassann og nýta orkuna til að hlaða rafhlöður fyrir rafbíla. Þetta mun ekki draga úr framleiðslu á lífmassa til skemmri tíma en til lengri tíma litið styrkir þetta stöðu rafbílsins. Og þar sem rafbíllinn getur notað rafmagn frá vindmyllum, sólarsellum eða kjarnorku, þá er líklegt að eftirspurn eftir lífmassa til orkuframleiðslu minnki.
Þetta eru líka góðar fréttir fyrir Ísland því við eigum mikið af rafmagni en lítið af lífmassa. Við ættum mjög auðvelt með að skipta stærstum hluta okkar bílaflota yfir í rafbíla á tiltölulega fáum árum. Þar með værum við mikil til óháð innfluttri olíu og gætum komist nálægt því að vera orkulega sjálfbær.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)