10.8.08
Dráttarvéladagur og sparisjóður
Góð stemmig á Hvanneyri um helgina þegar dráttarvéladagurinn var haldinn hátíðlegur. 90 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til landsins. Sama dag var haldið upp á 80 ára afmæli Hvítárbrúar. Glæsilegt mannvirki! Reist um svipað leyti og Hreppslaug og Hvanneyrarfjós. Fjósið stendur autt og býður þess að hýsa safn um eigin tíma. Laugin þolir ekki kröfur nútímans um öryggi, aðstæður og heita potta. Hvítárbrúin er ekki lengur þjóðbraut. Samfélagið breyttist en þessi glæsilegu mannvirki standa nú eftir steinrunnin.
Sparisjóður Mýrasýslu er litlu eldri en fyrsta dráttarvélin en hefur haldið sér betur. Hingað til... Hornsteinn í héraði um tæpa öld. En rétt eins og fyrsta dráttarvélin hafði sparisjóðurinn ekki afl til að takast á við kröfur nútímans. Rétt eins og dráttarvélin, kallar saga sparisjóðsins fram blik í auga þeirra sem voru honum samferða og ekki skortir þá sem útlista gæði gömlu vélanna og hversu þær voru betri en tryllitækin í dag. Það er eðlilegt og réttmætt en breytir ekki þeirri staðreynd að tími gömlu dráttarvélanna er liðinn. Ekki er annað að sjá en það sama eigi við um sparisjóðina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli