16.8.08

Danir þakka Guðmundi

Enn einn frábær leikur í okkar mönnum í Peking. Nokkuð ljóst að maður þarf að vaka annað kvöld.

Dönsku blöðin enduróma kveinið í Ulrik og telja sænsku dómarana hafa verið sér óvilhalla. Einhvern vegin tekst þeim að horfa fram hjá rauðu spjaldi Loga og nokkrum mjög vafasömum dómum í garð okkar liðs.

Einna athyglisverðast er þó þessi frétt í Berlinske Tidende þar sem Guðmundi Guðmundssyni er þakkað að Ulrik lenti í slagsmálum við Guðjón Val. Haft er eftir Guðjóni að vissulega hafi hann sagt "fuck off" en það hafi ekki verið illa meint (!).

Engin ummæli: