12.10.08

Tilvistarkreppa

Þessi færsla er góð áminning. Að sjálfsögðu er tap margra gríðarlegt og sárast fyrir eldra fólk sem á litla möguleika á að vinna tapið upp. Við sem yngri erum getum hins vegar ekki kvartað. Þrátt fyrir tap og fyrirsjáanlega kjaraskerðingu verða lífskjör okkar áfram með því besta sem gerist í heiminum - í sögu mannkyns.

Kreppan sem allir tala um er tilvistarkreppa. Við þurfum að horfast í augu við að við erum lítil vanmáttug þjóð - ekki stórust í heimi, ekki töframenn í viðskiptum, höfum ekki efni á hömmerum eða Range Roverum og getum ekki leyft okkur að kalla Dani nískupúka.

Það er sjálfsagt að beita sjálfsblekkingum og reyna að finna sökudólga í því fólki sem þessa mánuðina er í forystu stjórnmála og atvinnulífs. En þegar upp er staðið verðum við að horfast í augu við að sem þjóð eyddum við langt um efni fram, skuldsettum heimilin í landinu, hlóðum upp yfirdrætti og trúðum því að allt væri í lagi.

Engin ummæli: