6.2.09

Röng frétt um ESB-yfirgang

Í Vísi þann 4. feb. síðastliðinn var frétt undir fyrirsögninni "viðvörunarljósin gagnvart ESB loga skært". Þar sagði:

" Ímyndið ykkur stöðu ykkar innan ESB ef sambandið ákvæði einn daginn að nýta fiskistofnana ykkar í þágu aðildarríkjanna allra," segir Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu, í samtali við Útveginn.

"Hugmyndir ykkar um fullveldisrétt myndu þá reynast léttvægar. Þar er reynsla Íra frá því í síðustu viku gott dæmi,"

Greint er frá þessu á vefsíðu LÍÚ. Þar segir að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sendi fyrir helgina út rökstudda álitsgerð þar sem Írum er skipað að breyta löggjöf sinni þannig að hægt sé að nýta olíuauðlindir þeirra í þágu aðildarríkjanna ef nauðsyn krefur til. Írsk stjórnvöld hafa tvo mánuði til að bregðast við, að öðrum kosti verður þeim stefnt fyrir dómstól Evrópusambandsins." http://www.visir.is/article/20090204/VIDSKIPTI06/713058974/-1

----------

Þarna er verið að vísa í "rökstutt álit" framkvæmdastjórnar ESB sem vissulega var sent Írum en fjallar alls ekki um olíuauðlindir heldur um neyðarolíubirgðir. Í raun er verið að banna Írum að leyfa eigendum þessara olíubirgða að veðsetja birgðirnar því þær þurfi að vera til reiðu ef önnur ríki ESB lenda í olíuskorti:

"The Commission has found that Irish legislation from 2007 allows strategic stocks to be pledged as security for loans granted to the holder of those stocks. However, stocks held pursuant to the Directive may not be used as collateral or encumbered by any charges whatsoever." Álitið er að finna á heimasíðu ESB.

En það hljómaði betur hinsegin...

Engin ummæli: