...afskaplega sérstök staða sem komin er upp hjá Samfylkingunni. Bæði formaður og varaformaður hafa sagt af sér og pólitískur leiðtogi flokksins vill ekki leiða hann. Það er útaf fyrir sig sérstakt og myndi yfirleitt kalla á alvarlega innri endurskoðun. Hins vegar er krísan ekki stærri en svo að eftir þrjár vikur verður haldið landsþing og þá kjósa menn nýjan formann. Nú þegar er amk einn í framboði og góður tími fyrir aðra að melda sig. En viti menn: Um þetta er rætt um land allt sem eitt meiriháttar vandamál og að nú verði að pína Jóhönnu Sigurðardóttur til að "taka að sér" formennskuna. Jafnvel þótt fyrir liggi að a) hún hafi ekki áhuga og b) hún muni ekki hafa burði til að leiða flokkinn lengi.
Mjög hliðstæð staða er uppi í Sjálfstæðisflokknum. Formaðurinn mun hætta vegna veikinda og einn í framboði til formanns. En þar hafa menn ekki skilgreint stöðuna sem krísu heldur verkefni sem bíður landsfundar.
Einu sinni var í tísku að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki lifað án Davíðs Oddssonar. Reyndin varð sú að formannsskiptin gengu greiðlega og Geir tók við án vandamála. Nú virðist hins vegar augljóst að Samfylkingin mun eiga mjög erfitt með að takast á við tilveru án Ingibjargar Sólrúnar.
9.3.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli