Auðlindin sagði frá því í dag að margir bændur sæju fram á gjaldþrot. Ástæðan er fall krónunnar. Landbúnaðarframleiðsla einkennist meðal annars af mjög háu hlutfalli fasts kostnaðar miðað við breytilegan kostnað. Þess vegna skiptir vaxtastig verulega miklu máli fyrir bændur. Vextir hérlendis hafa lengi verið mjög háir og verða það áfram. Þess vegna hafa margir bændur tekið lán í erlendri mynt en eru um leið orðnir mjög háðir gengissveiflum. Gengissveiflur verða alltaf miklar í meðan við höldum í krónuna.
Ég get vel skilið að bændur sjá mikla ógn í niðurfellingu innflutningshafta. Sú ógn er raunveruleg. En ógnin sem felst í háum vöxtum og óstöðugu gengi er sannarlega líka raunveruleg.
5.1.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli