29.3.09

Fönix

Þá er lokið sögulegum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Yfirskrift fundarins var "Göngum hreint til verks" og þótt ályktun fundarins um Evrópusambandsaðild hafi ekki verið í anda þess slagorðs verður að segjast að margt annað var hreint og beint:
  • Þorgerður Katrín hélt magnaða ræðu og sýndi enn og aftur að hún er einn áhugaverðasti stjórnmálamaður samtímans. Hún uppskar mjög sannfærandi kosningu í varaformanninn.
  • Á meðan Samfylkingin tók stóran krók í kring um raunverulegt formannskjör þá kusu Sjálfstæðismenn milli tveggja jafnoka. Kosningabaráttan var snörp en niðurstaðan skýr; ný kynslóð hefur tekið við forystu flokksins.
  • Davíð Oddsson hélt drottningarræðu sem minnti fundarmenn á að hann var mikill leiðtogi, frábær ræðumaður og einstakur húmoristi. En um leið sýndi hann fundinum að hans tími er liðinn.
Við taka spennandi tímar í Sjálfstæðisflokknum. Það er kaldhæðni örlaganna (og mannana) að þeir stjórmálaflokkar sem helst kröfðust endurnýjunar skutu sér undan henni en sá flokkur sem lengst stóð keikur endurnýjaði bæði áherslur og fólk. Rétt eins og fuglinn Fönix.

Engin ummæli: