5.4.09

Svikin siðbót

Nú verð ég seint talinn til stuðningsmanna Vinstri Grænna og gæti þess vegna verið hlutdrægur í dómum mínum um þennan ágæta stjórnmálaflokk. En ég átti von á meiri siðbót þegar þeir kæmust til valda.

Ég átti von á að þeir myndu þola í einhverjar vikur í minnihlutastjórn áður en þeir færu að kvarta yfir því hvað það væri erfitt að þurfa að hafa samráð um alla mögulega hluti.

Ég átti von á að þeir myndu gæta sín á pólitískum ráðningum - svo ekki sé talað um pólitískum brottrekstrum.

Ég átti von á að þeir myndu standa vörð um stjórnarskrána og ekki taka í mál að breyta henni korteri í kosninar í andstöðu við þriðjung Alþingis.

Ég átti von á að þeir myndu leggja meiri áherslu á löggjafarvaldið og minni áherslu á framkvæmdavaldið.

Ég átti von á að þeir myndu leggja áherslu á öll framboð fengju ríflegan tíma til að keyra sína kosningabaráttu þannig að þjóðin fengi ráðrúm til að mynda sér skoðun fyrir kosningar.

En VG kom mér á óvart og í stað siðbótar fengum við að upplifa enn meiri yfirgang, klíkuskap og eiginhagsmunapot en nokkurn tíman áður.

Ég hef alltaf verið ósammála þeirri pólitík sem VG hafa haldið á lofti en ég hélt að þeir gætu þó komið með áhugaverða aðferðafræði inn í íslensk stjórnmál. Nú hefur komið í ljós að svo er ekki; VG er gamaldags vinstriflokkur með gamaldags vinstrisjónarmið og gamaldags vinstri aðferðafræði.

Ég get auðveldlega sætt mig við þetta en það hlýtur að vera erfitt fyrir suma þeirra stuðningsmanna að kyngja þessu.

Engin ummæli: