Hluthafar Glitnis fara hamförum í fjölmiðlum þessa sólarhringana. Stærstu hluthafarnir hafa hagnast gríðarlega síðustu árin en hafa samt ekki séð ástæðu til að leggja aukið hlutafé inn í bankann. Samt víla þeir það ekki fyrir sér að saka íslenska ríkið um að hafa framið bankarán.
Fyrir liggur að Glitnir stefndi í þrot og að eigendur gátu ekki - eða vildu ekki - leyst vanda félagsins. Íslenska ríkið hafði þrjá kosti:
1. Láta Glitni fara í þrot.
2. Lána 84 milljarða króna.
3. Yfirtaka Glitni.
Fyrsti kostur var óhugsandi, enda hefði hann sett allt fjármálakerfi landsins í uppnám. Annar kostur hefði leyst skammtímavanda bankans, en væntanlega gert hann algerlega verðlausan á mörkuðum og gert honum algerlega ómögulegt að nálgast erlent lánsfé næstu misserin. Sú staða hefði smitað yfir á önnur fjármálafyrirtæki og því sett allt fjármálakerfi landsins í uppnám sbr. lið 1). Eftir stóð þriðji kosturinn!
Allt tal um að ríkið hafi á degi eitt hagnast á dæminu er markleysa því til að ríkið hagnist þarf kaupanda að hlutabréfunum. Ennþá hefur enginn lagt fram kauptilboð í hlut ríkisins á gengi dagsins. Ekki einu sinni þeir sem hafa nú hæst um að ríkið hafi hlunnfarið eigendur.
"Minniháttar" vandamál í "litlum" banka tóku tæpan fimmtung af gjaldeyrisvaraforða ríkisins. Jafngildi allra skatttekna af einstaklingum á einu ári! Hið alvarlega í stöðunni er að ef ríkið hefði misstigið sig í þessum björgunaraðgerðum, þá hefði staða hinna bankanna verið í uppnámi. Þar með væri hagkerfið Ísland á barmi gjaldþrots.
30.9.08
23.9.08
Ekki-aðild
Nákvæmlega hvers vegna viljum við ekki vera meðlimir í ESB? Væri ekki ágætt að fara að rifja það upp í ruglingslegri umræðu þessara vikna. Við tökum nú þegar upp allar reglugerðir sem skipta máli, erum hluti af opnum vinnumarkaði, höfum opið fjármálakerfi, erum að verða sammála um að krónan sé ekki lykillinn að árangursríkri efnahagsstjórn og höfum endalausar menningarlegar og sögulegar tengingar við Evrópu. Hvað er það þá sem við viljum ekki?
Mér dettur bara tvennt í hug: Sameiginleg stjórn fiskveiða og frjáls innflutningur landbúnaðarafurða. Meginregla ESB varðandi stjórn fiskveiða er að úthluta veiðiheimildum í takt við veiðireynslu. Við erum eina landið með veiðireynslu hér við land, svo við verðum væntanlega eina landið sem fær úthlutað veiðiheimildum. Restin er útfærsluatriði sem mun ekki komast á hreint fyrr en að loknum samningum.
Frjáls innflutningur landbúnaðarafurða er sennilega meiri grundvallarbreyting, þótt hún komi illa við færri. Á móti kemur að ESB hefur styrkt jaðarsvæði rausnarlega, en hæpið verður að telja að það bjargi landbúnaðinum. Hitt er svo annað mál að það virðist glettilega mikill áhugi meðal þjóðarinnar að fella niður innflutningshöft einhliða.
Við höfum margoft spurt sömu spurningana og við endum alltaf með sömu svörin: "Endanleg niðurstaða fæst ekki nema með aðildarviðræðum." Því þá ekki að hefja aðildarviðræður, koma þessum málum á hreint og kjósa síðan um samninginn? Ef okkur líst vel á niðurstöðuna þá segjum við já, ef okkur líst illa á, þá segjum við nei. Í báðum tilvikum munum við hafa tekið upplýsta ákvörðun. Er það svo slæmt?
Mér dettur bara tvennt í hug: Sameiginleg stjórn fiskveiða og frjáls innflutningur landbúnaðarafurða. Meginregla ESB varðandi stjórn fiskveiða er að úthluta veiðiheimildum í takt við veiðireynslu. Við erum eina landið með veiðireynslu hér við land, svo við verðum væntanlega eina landið sem fær úthlutað veiðiheimildum. Restin er útfærsluatriði sem mun ekki komast á hreint fyrr en að loknum samningum.
Frjáls innflutningur landbúnaðarafurða er sennilega meiri grundvallarbreyting, þótt hún komi illa við færri. Á móti kemur að ESB hefur styrkt jaðarsvæði rausnarlega, en hæpið verður að telja að það bjargi landbúnaðinum. Hitt er svo annað mál að það virðist glettilega mikill áhugi meðal þjóðarinnar að fella niður innflutningshöft einhliða.
Við höfum margoft spurt sömu spurningana og við endum alltaf með sömu svörin: "Endanleg niðurstaða fæst ekki nema með aðildarviðræðum." Því þá ekki að hefja aðildarviðræður, koma þessum málum á hreint og kjósa síðan um samninginn? Ef okkur líst vel á niðurstöðuna þá segjum við já, ef okkur líst illa á, þá segjum við nei. Í báðum tilvikum munum við hafa tekið upplýsta ákvörðun. Er það svo slæmt?
9.9.08
Sameining sveitarfélaga
Samgönguráðherra tilkynnti á dögunum að hann hyggðist leggja fram frumvarp í vetur sem setti lágmarksstærð sveitarfélaga upp í 1000 íbúa. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild, en krefst tvímælalaust vandaðrar umræðu. Ég býst við að skoðun fólks á 1000 íbúa markinu fari eftir því hvort litið sé á sveitarfélög sem ákveðið stig í opinberri stjórnsýslu, eða sjálfstæða stjórnvaldseiningu. Ef fyrra sjónarmiðið er uppi, þá er eðlilegt að ríkið setji skýrar reglur um stærð og starfsemi sveitarfélaga. Ef við aðhyllumst seinna sjónarmiðið ættu sveitarfélög að mega ráða því sjálf hvernig þau leysa sínar skyldur. Þannig hefur t.d. Borgarbyggð valið að semja við verktakann Hjallastefnuna um rekstur leikskóla. Á sama hátt hefur sveitarfélagið Skorradalshreppur samið við Borgarbyggð um rekstur leikskóla og skóla. Ég sé ekki að ríkisvaldið þurfi að hafa miklar áhyggur, því í báðum tilfellum er börnunum tryggð góð þjónusta. Á sama hátt munu lítil sveitarfélög finna leiðir til að sjá um rekstur öldrunarþjónustu og framhaldsskóla.
Þau rök sem sennilega ráða mestu þegar upp er staðið eru prakísk: Það er ópraktískt að hafa mjög mörg sveitarfélög; það er ópraktískt að hafa sveitarfélög með ólíkt notendaviðmót og þjónustustig; það er ópraktískt að nota allan þennan tíma í sameiningarumræður og -kosningar. 1000 íbúa reglan leysir praktísk vandamál. Það nægir mér.
Þau rök sem sennilega ráða mestu þegar upp er staðið eru prakísk: Það er ópraktískt að hafa mjög mörg sveitarfélög; það er ópraktískt að hafa sveitarfélög með ólíkt notendaviðmót og þjónustustig; það er ópraktískt að nota allan þennan tíma í sameiningarumræður og -kosningar. 1000 íbúa reglan leysir praktísk vandamál. Það nægir mér.
7.9.08
Riga og sjálfstæði Íslands
Skrapp á fund í Riga, höfuðborg Lettlands. Gluggaði aðeins í sögu borgarinnar og landsins á leiðinni og fylltist aðdáun yfir margra alda veldi þessarar borgar. Miðbærinn er á heimsminjaskrá UNESCO og ekki að ástæðulausu því þarna er eitt mesta safn Art Nouveau bygginga sem fyrirfinnst í heiminum. Riga var ein hinna svokölluðu Hansaborga og er með mjög evrópskt yfirbragð.
Lettland fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 og sótti fljótlega um aðild að Evrópusambandinu - til að tryggja sjálfstæði sitt. Hér á Íslandi er aðild að Evrópusambandinu hinsvegar yfirleitt talin fela í sér afsal sjálfstæðis; nokkuð sem mér finnst afar erfitt að skilja.
Sjálfstæðishugtakið hlýtur að fela í sér einhverskonar tilvísun í pólitískan, efnahagslegan og menningarlegan sjálfsákvörðunarrétt. Að enginn neyði mann til neins. Með aðild að ES fáum við formlega aðild að þeirri löggjafarvinnu sem við nú þegar lútum í gegn um EES. Varla minnkar sjálfstæði okkar þar. Efnahagsleg rök mæla flest með ES aðild, þannig að ef eitthvað er þá eykst okkar efnahagslega sjálfstæði við inngöngu. Menningarlega ætti aðild ekki að skipta máli. Það er því erfitt að sjá hvaða sjálfstæði tapast.
Þar fyrir utan má velta því fyrir sér hversu mikið sjálfstæði við höfum haft í gegnum tíðina. Landflótta Norðmenn sem hingað komu og stofnuðu fríríki sem á 200-300 árum beið efnahagslegt og pólitískt skipbrot. Norsk eyja frá 1262, síðan hluti af danska ríkinu þangað til Bretar og síðan Bandaríkjamenn hernámu landið í seinni heimstyrjöldinni. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn séð alfarið um varnir landsins - nokkuð sem ekki beinlínis hefur boðið upp á sjálfstæða utanríkisstefnu og einhvern vegin hefur maður á tilfinningunni að við náum tæplega að höndla sjálfstæða stjórnun efnahagslífsins.
Það eru ýmis rök sem mæla gegn aðild að Evrópusambandinu, en afsal sjálfstæðis vegur ekki þungt.
Lettland fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1991 og sótti fljótlega um aðild að Evrópusambandinu - til að tryggja sjálfstæði sitt. Hér á Íslandi er aðild að Evrópusambandinu hinsvegar yfirleitt talin fela í sér afsal sjálfstæðis; nokkuð sem mér finnst afar erfitt að skilja.
Sjálfstæðishugtakið hlýtur að fela í sér einhverskonar tilvísun í pólitískan, efnahagslegan og menningarlegan sjálfsákvörðunarrétt. Að enginn neyði mann til neins. Með aðild að ES fáum við formlega aðild að þeirri löggjafarvinnu sem við nú þegar lútum í gegn um EES. Varla minnkar sjálfstæði okkar þar. Efnahagsleg rök mæla flest með ES aðild, þannig að ef eitthvað er þá eykst okkar efnahagslega sjálfstæði við inngöngu. Menningarlega ætti aðild ekki að skipta máli. Það er því erfitt að sjá hvaða sjálfstæði tapast.
Þar fyrir utan má velta því fyrir sér hversu mikið sjálfstæði við höfum haft í gegnum tíðina. Landflótta Norðmenn sem hingað komu og stofnuðu fríríki sem á 200-300 árum beið efnahagslegt og pólitískt skipbrot. Norsk eyja frá 1262, síðan hluti af danska ríkinu þangað til Bretar og síðan Bandaríkjamenn hernámu landið í seinni heimstyrjöldinni. Síðan þá hafa Bandaríkjamenn séð alfarið um varnir landsins - nokkuð sem ekki beinlínis hefur boðið upp á sjálfstæða utanríkisstefnu og einhvern vegin hefur maður á tilfinningunni að við náum tæplega að höndla sjálfstæða stjórnun efnahagslífsins.
Það eru ýmis rök sem mæla gegn aðild að Evrópusambandinu, en afsal sjálfstæðis vegur ekki þungt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)