Samgönguráðherra tilkynnti á dögunum að hann hyggðist leggja fram frumvarp í vetur sem setti lágmarksstærð sveitarfélaga upp í 1000 íbúa. Þessi hugmynd er hvorki ný né óumdeild, en krefst tvímælalaust vandaðrar umræðu. Ég býst við að skoðun fólks á 1000 íbúa markinu fari eftir því hvort litið sé á sveitarfélög sem ákveðið stig í opinberri stjórnsýslu, eða sjálfstæða stjórnvaldseiningu. Ef fyrra sjónarmiðið er uppi, þá er eðlilegt að ríkið setji skýrar reglur um stærð og starfsemi sveitarfélaga. Ef við aðhyllumst seinna sjónarmiðið ættu sveitarfélög að mega ráða því sjálf hvernig þau leysa sínar skyldur. Þannig hefur t.d. Borgarbyggð valið að semja við verktakann Hjallastefnuna um rekstur leikskóla. Á sama hátt hefur sveitarfélagið Skorradalshreppur samið við Borgarbyggð um rekstur leikskóla og skóla. Ég sé ekki að ríkisvaldið þurfi að hafa miklar áhyggur, því í báðum tilfellum er börnunum tryggð góð þjónusta. Á sama hátt munu lítil sveitarfélög finna leiðir til að sjá um rekstur öldrunarþjónustu og framhaldsskóla.
Þau rök sem sennilega ráða mestu þegar upp er staðið eru prakísk: Það er ópraktískt að hafa mjög mörg sveitarfélög; það er ópraktískt að hafa sveitarfélög með ólíkt notendaviðmót og þjónustustig; það er ópraktískt að nota allan þennan tíma í sameiningarumræður og -kosningar. 1000 íbúa reglan leysir praktísk vandamál. Það nægir mér.
9.9.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli