29.12.08

Dagur lágkúrunnar!

Mikið er leiðinlegt að Jón Ásgeir taki það nærri sér að vera kallaður sökudólgur. Hann sem aldrei hefur sagt órökstutt styggðaryrði um nokkurn mann.

Hann hefur verið leiðandi í íslensku viðskiptalífi síðustu árin og allmörg hans fyrirtækja eru annað hvort gjaldþrota eða í greiðslustöðvun. Skuldir þessara fyrirtækja eru okkar að borga - hann hefur víst nóg með snekkjuna, þotuna og íbúðirnar. Egill rifjaði upp hvaða fyrirtæki hann á:

Baugur Group
Gaumur
Hagar
Stoðir Invest
Styrkur Invest
Stoðir/FL-Group (tapaður eignarhlutur í Glitni, Tryggingamiðstöðin, fasteignir)
Byr
Hagkaup
Bónus
10-11
Skeljungur
Teymi
Ogvodafone
Húsasmiðjan
Blómaval
Fréttablaðið
DV
Stöð 2
Birtingur (tímarit)
BT
Te og Kaffi
Eymundsson/Penninn
Vífílfell
101 Hótel
Aðföng (innflutningur fyrir verslanir)
Hýsing
Ferskar kjötvörur
Bananar
Debenhams
Karen Millen
All Saints
Warehouse
Top Shop
Zara
Oasis
Dorothy Perkins
Coast
Evens
Útilíf
Jane Norman

EJS
HugurAx
Landsteinar Strengur
Kögun
Eskill
Skýrr
Tal

Securitas

En slæmur rekstur, áhættusækni, endalaus skuldsetning, hringamyndun og fjölmargir digrir reikningar á Kyrrahagseyjum - ekkert af þessu er á hans ábyrgð. Hann er fórnarlamb og sannur vinur litla mannsins!

....ég er hræddur um að lágkúra íslensks viðskiptasiðferðis hafi náð nýjum metum í dag.


28.12.08

Ríkisábyrgðir

Einn af (mörgum) mögulegum lærdómum sem draga má af bankakreppunni er að ríkisstjórnir bjarga bönkum og tryggja innistæður innlánseigenda langt umfram lögbundin lágmörk. Sú staðreynd að íslenska ríkinu mistókst að bjarga íslensku bönkunum breytir engu þar um.

Með þessa nýju vitneskju í huga munu bankamenn að öðru óbreyttu verða enn áhættusæknari í framtíðinni.

...og:

Þessar auknu de facto bakábyrgðir ríkisstjórna (les: almennings) þýða að ríkisstjórnir munu setja fjármálaheiminum mun strangari kröfur um áhættustýringu og upplýsingagjöf.

22.12.08

Þetta voru allt mistök - sorrý...

Nú hafa stjórnendur Landsbankans viðurkennt að "mistök" hafi verið gerð þegar hlutabréfasjóðir voru auglýstir sem áhættulausir. Glitnir hefur líka viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar núverandi bankastjóri bankans gerði heiðarlega tilraun til að eignast hlutabréf í bankanum, en mistókst. (Ég er ekki frá því að Björgólfur hafi meir að segja talað um mistök en Jón Ásgeir hefur engin mistök gert ennþá - hins vegar er hann sannfærður um að bæði íslenska dómskerfið og Samkeppnisstofnun geri ítrekuð mistök.)

Kannski er þetta rétt - kannski gerði hópur fólks í Landsbankanum þau mistök að telja sjóðina fullkomlega örugga. Kannski er líka rétt að bankastjóri Glitnis varð af 180 milljóna hlut í bankanum fyrir handvömm einhverra miðlara. Kannski...

En ef þetta voru allt mistök... þá hefur maður ekki óskaplega mikið traust á því fólki sem vann - og vinnur í bönkunum.

16.12.08

Sameining FME og SÍ

Stundum eru "ekki-fréttir" mun merkilegri en "fréttir". Nú stendur til að sameina Fjármálaeftirlit og Seðlabanka Íslands og svo virðist sem öllum þyki það sjálfsagt. Á þingi er málið ekki rætt, nema sem hvert annað formsatriði sem þarf að ljúka af.

En af hverju á að sameina FME og SÍ? Þarna er verið að snúa við nýlegri breytingu sem var framkvæmd á málefnalegum forsendum og að erlendri fyrirmynd. Engin málefnaleg rök hafa komið fram sem réttlæta sameininguna og í raun hefur enginn kallað eftir þeim. Nóg hefur verið rætt um starf FME og SÍ og meint afglöp, en þegar kemur að róttækum breytingum á stjórnskipulagi þessara stofnana þá hefur enginn neitt til málana að leggja.

Getur verið að sameining FME og SÍ snúist alls ekki um starfsemi þessara stofnana, heldur einungis um forstöðumenn þeirra?

...og er meðvirkni okkar í feluleiknum algjör?

(sjá meira um feluleiki á http://deiglan.com/index.php?itemid=12344)

15.12.08

Economist um kreppuviðbrögð

Í áramótaútgáfu Economist "The World in 2009" er m.a. umfjöllun um efnahagsmál í Bretlandi. Þar segir:

"In a recession, measures to increase taxes or reduce public spending would be politically impossible and economically foolish."

... sem segir okkur bara eitt: Ástandið á Íslandi er miklu alvarlegra en svo að geta kallast "recession".