28.12.08

Ríkisábyrgðir

Einn af (mörgum) mögulegum lærdómum sem draga má af bankakreppunni er að ríkisstjórnir bjarga bönkum og tryggja innistæður innlánseigenda langt umfram lögbundin lágmörk. Sú staðreynd að íslenska ríkinu mistókst að bjarga íslensku bönkunum breytir engu þar um.

Með þessa nýju vitneskju í huga munu bankamenn að öðru óbreyttu verða enn áhættusæknari í framtíðinni.

...og:

Þessar auknu de facto bakábyrgðir ríkisstjórna (les: almennings) þýða að ríkisstjórnir munu setja fjármálaheiminum mun strangari kröfur um áhættustýringu og upplýsingagjöf.

Engin ummæli: