16.12.08

Sameining FME og SÍ

Stundum eru "ekki-fréttir" mun merkilegri en "fréttir". Nú stendur til að sameina Fjármálaeftirlit og Seðlabanka Íslands og svo virðist sem öllum þyki það sjálfsagt. Á þingi er málið ekki rætt, nema sem hvert annað formsatriði sem þarf að ljúka af.

En af hverju á að sameina FME og SÍ? Þarna er verið að snúa við nýlegri breytingu sem var framkvæmd á málefnalegum forsendum og að erlendri fyrirmynd. Engin málefnaleg rök hafa komið fram sem réttlæta sameininguna og í raun hefur enginn kallað eftir þeim. Nóg hefur verið rætt um starf FME og SÍ og meint afglöp, en þegar kemur að róttækum breytingum á stjórnskipulagi þessara stofnana þá hefur enginn neitt til málana að leggja.

Getur verið að sameining FME og SÍ snúist alls ekki um starfsemi þessara stofnana, heldur einungis um forstöðumenn þeirra?

...og er meðvirkni okkar í feluleiknum algjör?

(sjá meira um feluleiki á http://deiglan.com/index.php?itemid=12344)

Engin ummæli: