22.12.08

Þetta voru allt mistök - sorrý...

Nú hafa stjórnendur Landsbankans viðurkennt að "mistök" hafi verið gerð þegar hlutabréfasjóðir voru auglýstir sem áhættulausir. Glitnir hefur líka viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar núverandi bankastjóri bankans gerði heiðarlega tilraun til að eignast hlutabréf í bankanum, en mistókst. (Ég er ekki frá því að Björgólfur hafi meir að segja talað um mistök en Jón Ásgeir hefur engin mistök gert ennþá - hins vegar er hann sannfærður um að bæði íslenska dómskerfið og Samkeppnisstofnun geri ítrekuð mistök.)

Kannski er þetta rétt - kannski gerði hópur fólks í Landsbankanum þau mistök að telja sjóðina fullkomlega örugga. Kannski er líka rétt að bankastjóri Glitnis varð af 180 milljóna hlut í bankanum fyrir handvömm einhverra miðlara. Kannski...

En ef þetta voru allt mistök... þá hefur maður ekki óskaplega mikið traust á því fólki sem vann - og vinnur í bönkunum.

Engin ummæli: