Kona segir alþjóð að hún hafi verið beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi föður síns sem nú er látinn. Önnur ættmenni hennar efast. Hálf þjóðin telur að núverandi yfirmaður þeirra samtaka sem faðirinn vann hjá seinni hluta starfsæfi sinnar eigi að segja starfi sínu lausu. Og okkur hinum er gert að hafa skoðun! Ég er hreinlega ekki viss...
Og hópur fólks (kvenna) klæðir sig í dulargerfi og lýsir því yfir að ónafngreindir menn hafi sýnt áhuga á að kaupa kynlífsþjónustu. Þær afhentu lögreglunni nöfn þessara manna og vonuðust hugsanlega eftir því að þeir yrðu handteknir (sem lögum samkvæmt var ekki hægt) ... og væntanlega vonuðust þær líka til þess að verða ekki sjálfar handteknar fyrir yfirlýst brot á lögum (sem hefði verið hægt).
Þetta er eiginlega óttaleg vitleysa, svo ekki sé meira sagt en samt notar skuldum hrjáð þjóð tækifærið og ræðir ekki um annað í tvær til þrjár vikur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli