Skessuhornið birti stutta frétt um aflífun minka. Þar var rætt við Sif Traustadóttur sem er formaður dýralæknafélags Íslands um svokallaðar minkasíur. Þetta er veiðitæki sem drekkir minkum og hefur reynst afar árangursríkt. Sif segir: „Ég er hrædd um að uppi yrði fótur og fit ef við dýralæknar myndum aflífa hunda og ketti fólks á þennan hátt. Það virðist nefnilega ekki vera sama hvaða dýr er um að ræða. Ef á að aflífa mink má gera það á þennan hátt eða í lásboga eða annan ómannúlegan hátt, en ef um er að ræða dýr sem stendur fólki nær, þá gegnir öðru máli.“
Þetta eru orð í tíma töluð og vonandi heldur Dýralæknafélagið áfram með málið. Þótt ég sé hlynntur staðbundnum minkaveiðum til að vernda fugla og fiskalíf tel ég það siðferðislega skyldu okkar að lóga minkunum á mannúðlegan hátt. Við gerum strangar kröfur til aflífunar í sláturhúsum og það er engin ástæða til að þær kröfur eigi ekki líka við um veiðar.
26.4.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli