Hreiðar Már telur mikilvægt að Kaupþing sameinist SPRON til að tryggja sér gamalgróið vörumerki sem neytendur treysta. Það er gott að stjórnendur Kaupþings hafa áttað sig á gildi gamalgróinna vörumerkja. Þeir notuðu tugi milljóna til að má út öll ummerki Búnaðarbankans sem var eitt af best þekktu vörumerkjum fjármálageirans á Íslandi. Síðan var nokkurra ára flopp með KB-banka, áður en Kaupþing varð ofaná. Þá á að sameinast SPRON til að vinna traust íslenskra viðskiptavina. Það tekst örugglega.
ps. SPRON er sennilega eitt fyrsta raunverulega fórnarlamb bankakreppunnar. Gamalgróinn banki sem er kominn að fótum fram. Var settur á markað í haust og þeir fyrstu sem seldu var stjórn bankans.
30.4.08
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli