27.4.08

Loksins Spaugstofulok

Það fór eins fyrir Spaugstofunni og mörgum þeim sem hún hæddi: Hún þekkti ekki vitjunartíma sinn. Þeir fáu þættir sem ég hef horft á síðustu vetur hafa verið lítið annað en veikur endurómur af gullöldinni. Grínið hefur misst fínleikann og skerpuna - orðið stórkallalegt eins og það sé samið fyrir þorrablót kallaklúbba. Tilraunir til þjóðfélagsádeilu hafa sveiflast á milli þessa að vera ófyndnar og meiðandi. Hugmyndavinnan fátækleg.

Laugardagskvöld eftir fréttir er "prime-time" í sjónvarpi. Við verðum að gera miklar kröfur til þess efnis sem ríkisfjölmiðillinn setur á þennan tíma, en ekki festa okkur í nostalgíu. Þátturinn í gær var klisjukennd tilraun til að skilja í sátt eftir óþægilegar uppákomur vetrarins. Gott grín þarf ekki að afsaka sig líkt og þarna var gert en "ástsælustu grínistar þjóðarinnar" verða að skilja við sáttir.

Okkur er lofað einum vetri enn - og svo ekki meir.

Engin ummæli: