25.4.08

Mótmæli

Mikið er notalegt að sjá hversu viðvaningslega lögreglan tók á vörubílstjórum í gær. Ég vil ekki búa í landi þar sem óeirðalögreglan er í góðri æfingu.

Verra að sjá viðvangisleg vinnubrögð fréttamanna; öllum ráðum beitt til að gera sem mest úr tiltölulega einfaldri uppákomu. Allar reglur um hlutlæga og yfirvegaða umfjöllun fjúka.

Er virkilega einhver sem hefur samúð með vörubílstjórum: Þeir vilja ódýrari olíu, þrátt fyrir að þeir búi nú þegar við eitt ódýrasta olíuverð í Evrópu og þeir vilja sleppa við að fylgja almennum reglum um hvíldartíma. Hvað næst: Sérstaka undanþágu frá reglum um að ganga frá farmi þannig að hann losni ekki?

Engin ummæli: