26.4.08

Tvö græn lón

Síðustu vikur hafa tveir aðilar opinberað hugmyndir um baðlón á Vesturlandi. Annars vegar er hópur fólks undir forystu Margrétar Bjarkar Björnsdóttur sem áformar að breyta Lýsuhól í ferðamannastað. Þar er að finna heitt ölkelduvatn sem hefur verið notað til heilsubótar og lækninga svo öldum skiptir. Heitt ölkelduvatn er raritet á okkar jörð og ef vel tekst til verður þetta einn af áhugaverðustu ferðamannastöðum á landinu.

Hitt græna lónið er hugmynd sem Kjartan Ragnarsson hefur unnið með í nokkurn tíma. Hún gengur út á að setja upp baðlón við Deildartunguhver og Reykjadalsá í Borgarfirði. Deildartunguhver er vatnsmesti hver í Evrópu og Kjartan er frumkvöðull af guðs náð. Það er því ástæða til að vera bjartsýnn.

Engin ummæli: