Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings lætur hafa eftir sér í ruv.is að yfirvofandi kreppa sé bundin við höfðuðborgarsvæðið - landsbyggðin græði á hagstæðu gengi, enda sé hún aðallega í útflutningsframleiðslu. Nú veit ég að Ásgeir veit betur - en því miður eru margir aðrir sem ekki vita betur.
Um hvað snýst yfirvofandi "kreppa" á höfuðborgarsvæðinu. Vandamál við fjármögnun húsnæðis? Atvinnuleysi? Hækkandi verð nauðsynja? Lágt markaðsverð á húsnæði? Allt þetta er "eðlilegt ástand" á landsbyggðinni og hefur verið lengi. Síðustu 10 ár hefur íbúum Dalabyggðar fækkað um meira en 10% og ekkert í greiningu Ásgeirs bendir til annars en sú þróun haldi áfram. Ekkert bendir heldur til þess að íbúum höfuðborgarsvæðisins munu fækka um tugi prósenta næstu árin. Samt er kreppa yfirvofandi á höfuðborgarsvæðinu en ekki í Dalabyggð!
Gríðarleg þensla síðustu ára með tilheyrandi kaupmáttaraukningu var að mestu bundin við höfuðborgarsvæðið, Akureyri og mið-Austurland. Þegar þessu óvenjulega þensluskeiði lýkur, þá er hæpið að tala um kreppu og alls ekki fréttnæmt að áhrifana gæti helst þar sem þenslan var mest.
Og varðandi uppgangstíma á landsbyggðinni, þá þarf fjármagn til uppbyggingar og fjármagn til uppbyggingar fæst amk ekki hjá Kaupthing bank. Getur verið að lánadeildin lesi ekki skýrslur greiningardeildarinnar?
28.6.08
23.6.08
Sumarsólstöður á svölunum
Írönsk sýn á Ísland
Fór í boð með erlendum sendiherrum í Fossatúni. Þar voru sendiherrar amk 50 ríkja að snæða kvöldmat eftir skoðunarferð um Vesturland. Sá danski gat sagt "ég er danski sendiherrann á Íslandi" á vel frambærilegri íslensku. Hann hélt því fram að ekki aðeins væri Danmörk það land sem stæði Íslandi næst, heldur væri Ísland það land sem stæði Danmörku næst. Sennilega er það rétt - þessar tvær þjóðir ættu að hætta hnútukasti og leggja í staðinn enn meiri rækt við sameiginlegan menningararf.
Íranski sendiherrann koma á óvart. Var nokkuð ánægður með landið og taldi að við ættum heilmikla möguleika "great potential". Við hefðum nóg af vatni, bæði heitu og köldu og landrými væri yfirdrifið. Veðrið vissulega þreytandi en ekki svo slæmt. Við þyrftum hins vegar að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Hátækni - ekki þungaiðnað sem færi illa með náttúruna - hátækni og hugbúnaðarþróun. Til þess vantaði vel menntað fólk - miklu fleira fólk. Hann taldi að 5-10 milljónir væri mátulegt. Til að ná því væri ekki um annað að ræða en flytja inn fólk - við gætum tæplega náð þessum fjölda í bráð með náttúrulegri fjölgun.
Ég benti á að svona margir innflytjendur gætu haft áhrif á menningararfinn okkar - tungumálið og vinsældir skólaljóðana en þá var mér bent á að það væri að sjálfsögðu nauðsynlegt að stýra aðstreyminu og taka engan inn í landið sem ekki lærði íslensku. Síðan mættum við ekki vera hrædd við hnattvæðingu og fjölbreytta menningu. Mér fannst skrítið að taka leiðbeiningum um umburðarlyndi og fjölmenningu frá Írana og spilaði út "the ultimate": Við erum ríkasta þjóð í heimi - af hverju ættum við að flytja inn 9,7 milljónir útlendinga. En Íranski sendiherrann blikkaði ekki auga og sagði mér að það gæti breyst og ég yrði að hugsa um unga fólkið. Ungt fólk þyrfti áhugaverðara samfélag og ef við værum bara 300 þúsund myndi unga fólkinu leiðast, það myndi ekki finna sér áhugaverð störf og það myndi flytja burt.
Tveimur dögum síðar las ég nýja stefnumörkun Skota í byggðamálum. Þar var fjölgun íbúa talin eitt af mikilvægustu atriðunum fyrir áframhaldandi þróun dreifbýlis.
Íranski sendiherrann koma á óvart. Var nokkuð ánægður með landið og taldi að við ættum heilmikla möguleika "great potential". Við hefðum nóg af vatni, bæði heitu og köldu og landrými væri yfirdrifið. Veðrið vissulega þreytandi en ekki svo slæmt. Við þyrftum hins vegar að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Hátækni - ekki þungaiðnað sem færi illa með náttúruna - hátækni og hugbúnaðarþróun. Til þess vantaði vel menntað fólk - miklu fleira fólk. Hann taldi að 5-10 milljónir væri mátulegt. Til að ná því væri ekki um annað að ræða en flytja inn fólk - við gætum tæplega náð þessum fjölda í bráð með náttúrulegri fjölgun.
Ég benti á að svona margir innflytjendur gætu haft áhrif á menningararfinn okkar - tungumálið og vinsældir skólaljóðana en þá var mér bent á að það væri að sjálfsögðu nauðsynlegt að stýra aðstreyminu og taka engan inn í landið sem ekki lærði íslensku. Síðan mættum við ekki vera hrædd við hnattvæðingu og fjölbreytta menningu. Mér fannst skrítið að taka leiðbeiningum um umburðarlyndi og fjölmenningu frá Írana og spilaði út "the ultimate": Við erum ríkasta þjóð í heimi - af hverju ættum við að flytja inn 9,7 milljónir útlendinga. En Íranski sendiherrann blikkaði ekki auga og sagði mér að það gæti breyst og ég yrði að hugsa um unga fólkið. Ungt fólk þyrfti áhugaverðara samfélag og ef við værum bara 300 þúsund myndi unga fólkinu leiðast, það myndi ekki finna sér áhugaverð störf og það myndi flytja burt.
Tveimur dögum síðar las ég nýja stefnumörkun Skota í byggðamálum. Þar var fjölgun íbúa talin eitt af mikilvægustu atriðunum fyrir áframhaldandi þróun dreifbýlis.
15.6.08
Akureyringar skammast sín
Í fréttum á textavarpinu í kvöld - og kannski víðar - kom fram að verslunareigendur á Akureyri töldu bíladagana sverta ímynd Akureyrar. Skilja mátti að á svona hátíð kæmi fólk sem færi á fyllirý og tæki dóp og hagaði sér ekki á ábyrgan hátt. Nú ætla ég að vera manna síðastur til að verja óábyrga hegðun fólks, en við verðum líka að vera raunsæ. Ef Akureyringar vilja verða hluti af íslensku samfélagi - fá til sín mannfjölda af höfuðborgarsvæðinu tvo daga á ári - þá verða þeir líka að vera reiðubúnir til að takast á við margbreytileika samfélagsins. Það eru ekki allir í stúku. Ímynd Akureyrar skaðast ekki af því að fólk fari á fyllerý á Bíladögum - þvert á móti skaðast ímyndin ef Akureyri verður staður þar sem einungis siðprútt fólk er velkomið.
13.6.08
Leikhúsið í Borgarnesi
Brynhildur Guðjónsdóttir fékk tvær Grímur í kvöld sem þýðir að Borgarnes fékk tvær Grímur. Hvernig er það miðað við höfðatölu? Ein á hverja þúsund. Fékk höfuðborgarsvæðið þá 160? Höfðatala er frábær þegar maður er fámennur.
En óháð höfðatölu þá er það staðreynd að við höfum eignast atvinnuleikhús í Borgarfirði. Í fyrra var það Mr. Skallagrímsson og núna Brák. Inn á milli Mýramaður Gísla Einars og Svona eru menn með KK og Einari Kára. Allt afburðasýningar.
Leikhús Landnámssetursins í Borgarnesi eru sérstakar. Þær eru eiginlega ekki sviðsettar heldur fluttar - allt að því maður á mann. Stemmingin er baðstofustemming þar sem leikararnir hefja sýningar á að kynna sig. Svo hefst sagan.
Sýning Brynhildar er sérstök fyrir þær sakir að hún varpar nýju ljósi á Egils sögu. Á það hvernig keltnesk menning blandaðist þeirri norrænu í gegn um fóstrurnar. Á stöðu kvenna á landnámsöld. Og á mótunarár Egils. Brynhildur - rétt eins og Benedikt árið á undan - meðhöndlar Egilssögu eins og hún hlýtur að hafa verið ætluð: Sem sögu! Þegar sagan rúllar skiptir engu hvort hún er sönn eða skálduð - það eina sem skiptir máli er hvort hún sé nægjanlega trúverðug til að fanga hugann og hrífa okkur með. Það tókst hjá Brynhildi og þess vegna var sýning hennar góð.
En óháð höfðatölu þá er það staðreynd að við höfum eignast atvinnuleikhús í Borgarfirði. Í fyrra var það Mr. Skallagrímsson og núna Brák. Inn á milli Mýramaður Gísla Einars og Svona eru menn með KK og Einari Kára. Allt afburðasýningar.
Leikhús Landnámssetursins í Borgarnesi eru sérstakar. Þær eru eiginlega ekki sviðsettar heldur fluttar - allt að því maður á mann. Stemmingin er baðstofustemming þar sem leikararnir hefja sýningar á að kynna sig. Svo hefst sagan.
Sýning Brynhildar er sérstök fyrir þær sakir að hún varpar nýju ljósi á Egils sögu. Á það hvernig keltnesk menning blandaðist þeirri norrænu í gegn um fóstrurnar. Á stöðu kvenna á landnámsöld. Og á mótunarár Egils. Brynhildur - rétt eins og Benedikt árið á undan - meðhöndlar Egilssögu eins og hún hlýtur að hafa verið ætluð: Sem sögu! Þegar sagan rúllar skiptir engu hvort hún er sönn eða skálduð - það eina sem skiptir máli er hvort hún sé nægjanlega trúverðug til að fanga hugann og hrífa okkur með. Það tókst hjá Brynhildi og þess vegna var sýning hennar góð.
8.6.08
Opnun Vatnajökulsþjóðgarðs
Í vor var ég í Skotlandi og keyrði í gegnum Cairngorms þjóðgarðinn norðan Glasgow. Þar búa 16.000 manns og stunda fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það eru fleiri en á öllu Vesturlandi. Fyrir þessar byggðir er þjóðgarðurinn tækifæri, þótt vissulega fylgi því ákveðnar takmarkanir að búa innan þjóðgarðs.
Myndin er tekin þegar verið var að draga að hún fána með merki Vatnajökulsþjóðgarðs.
Suðurland
Fór á Kirkjubæjarklaustur um helgina. Leiðin er löng, en þægileg. Það er gömul mýta að vegir á Íslandi séu slæmir. Þjóðvegakerfið er í megindráttum mjög gott, þótt auðvitað séu kaflar - sérstaklega á Vestfjörðum sem eru erfiðir. Landsbyggðin er ekki afskekkt lengur og manni virðist stundum að höfuðborgarbúar hafi áttað sig betur á þessu en við sem búum úti á landi. Urmull höfuðborgarbúa fer út á land um hverja helgi með fellihýsi eða hjólhýsi til að njóta helgarinnar í mismikilli friðsæld. Veðrið skiptir ekki öllu máli - enda býður rigning upp á skemmtileg sjónarspil eins og það sem ég myndaði á Rangárvöllunum á laugardaginn.
3.6.08
Verktakar í vandræðum
Um helgina var um 35 starfsmönnum Sólfells sagt upp störfum og framtíð fyrirtækisins er í uppnámi. Ef öflugt heimafyrirtæki eins og Sólfell fer í gjaldþrot mun það hafa slæm áhrif á marga smærri verktaka á Vesturlandi. Snjóboltaáhrifin eru sterk í þessum geira; fall eins getur veikt stöðu margra annarra. Næstu misserin verða erfið fyrir byggingabransann. Saman fara vandamál við fjármögnun skammtímaskulda, vandamál almennings og fyrirtækja við að fjármagna fasteignakaup og umtalsvert offramboð á fasteignamarkaði. Það er kominn tími til að fjölmiðlar hætti að einblína á vandamál bankanna. Þar hafa menn hingað til gengið út með tugi eða hundruði milljóna í bónusgreiðslur fyrir það eitt að hætta störfum. Hinn eiginlegi vandi lánsfjárkreppunnar er rétt að byrja. Venjulegt fólk fær ekki borgað fyrir vinnu sína eða horfir fram á verulega launalækkun. Það er þetta fólk sem heldur uppi hagkerfinu Ísland og þegar það byrjar aðhald þá hægir á.
2.6.08
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)