
Var við opnun Vatnajökulsþjóðgarðs um helgina. Jökullinn verður sá stærsti í Evrópu, en reyndar er stór hluti hans sjálfur Vatnajökull. Næstu árin mun þjóðgarðurinn væntanlega stækka frekar og ekki er útilokað að byggð svæði verði innlimuð í garðinni. Margir virðast halda að þjóðgarðar séu heilög verndarsvæði, þar sem ekkert megi nema taka myndir. Svo er alls ekki. Svæði innan þjóðgarða eru flokkuð í 6 verndunarstig, sem fela í sér mismikla verndun.
Í vor var ég í Skotlandi og keyrði í gegnum Cairngorms þjóðgarðinn norðan Glasgow. Þar búa 16.000 manns og stunda fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það eru fleiri en á öllu Vesturlandi. Fyrir þessar byggðir er þjóðgarðurinn tækifæri, þótt vissulega fylgi því ákveðnar takmarkanir að búa innan þjóðgarðs.
Myndin er tekin þegar verið var að draga að hún fána með merki Vatnajökulsþjóðgarðs.
1 ummæli:
Sæll Torfi,
það þykja víst mannasiðir að kvitta fyrir lesturinn!
Rakst hingað inn á einhverju vafri. Áhugaverðar pælingar á blogginu þínu, það er gott að vita að landsbyggðarbaráttan er líka heit þó svona nálægt Reykjavík sé komið.
Kveðjur á eyrina fögru
Sigríður Gísladóttir
frá Ísafirði. Búfræðingur '04, dýralæknir (Osló) innan fárra ára..
Skrifa ummæli