3.6.08

Verktakar í vandræðum

Um helgina var um 35 starfsmönnum Sólfells sagt upp störfum og framtíð fyrirtækisins er í uppnámi. Ef öflugt heimafyrirtæki eins og Sólfell fer í gjaldþrot mun það hafa slæm áhrif á marga smærri verktaka á Vesturlandi. Snjóboltaáhrifin eru sterk í þessum geira; fall eins getur veikt stöðu margra annarra. Næstu misserin verða erfið fyrir byggingabransann. Saman fara vandamál við fjármögnun skammtímaskulda, vandamál almennings og fyrirtækja við að fjármagna fasteignakaup og umtalsvert offramboð á fasteignamarkaði. Það er kominn tími til að fjölmiðlar hætti að einblína á vandamál bankanna. Þar hafa menn hingað til gengið út með tugi eða hundruði milljóna í bónusgreiðslur fyrir það eitt að hætta störfum. Hinn eiginlegi vandi lánsfjárkreppunnar er rétt að byrja. Venjulegt fólk fær ekki borgað fyrir vinnu sína eða horfir fram á verulega launalækkun. Það er þetta fólk sem heldur uppi hagkerfinu Ísland og þegar það byrjar aðhald þá hægir á.

Engin ummæli: