15.6.08
Akureyringar skammast sín
Í fréttum á textavarpinu í kvöld - og kannski víðar - kom fram að verslunareigendur á Akureyri töldu bíladagana sverta ímynd Akureyrar. Skilja mátti að á svona hátíð kæmi fólk sem færi á fyllirý og tæki dóp og hagaði sér ekki á ábyrgan hátt. Nú ætla ég að vera manna síðastur til að verja óábyrga hegðun fólks, en við verðum líka að vera raunsæ. Ef Akureyringar vilja verða hluti af íslensku samfélagi - fá til sín mannfjölda af höfuðborgarsvæðinu tvo daga á ári - þá verða þeir líka að vera reiðubúnir til að takast á við margbreytileika samfélagsins. Það eru ekki allir í stúku. Ímynd Akureyrar skaðast ekki af því að fólk fari á fyllerý á Bíladögum - þvert á móti skaðast ímyndin ef Akureyri verður staður þar sem einungis siðprútt fólk er velkomið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli