8.6.08
Suðurland
Fór á Kirkjubæjarklaustur um helgina. Leiðin er löng, en þægileg. Það er gömul mýta að vegir á Íslandi séu slæmir. Þjóðvegakerfið er í megindráttum mjög gott, þótt auðvitað séu kaflar - sérstaklega á Vestfjörðum sem eru erfiðir. Landsbyggðin er ekki afskekkt lengur og manni virðist stundum að höfuðborgarbúar hafi áttað sig betur á þessu en við sem búum úti á landi. Urmull höfuðborgarbúa fer út á land um hverja helgi með fellihýsi eða hjólhýsi til að njóta helgarinnar í mismikilli friðsæld. Veðrið skiptir ekki öllu máli - enda býður rigning upp á skemmtileg sjónarspil eins og það sem ég myndaði á Rangárvöllunum á laugardaginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli