12.4.09

Ekki fréttir...

Ótrúlega margt að gerjast úti í heimi á meðan við höfum gert naflaskoðun að þjóðaríþrótt. Hér eru punktar úr helgarblogginu:

YouTube Is Doomed
Google tapar 470 milljónum dollara skv. Credit Suisse... á Youtube! Samkvæmt þessu bloggi mun tapið bara halda áfram. Og það sem meira er - höfundur telur að dagar Youtube séu taldir.

Sólareldavél vinnur 75 þús. dollara verðlaun
Hún lætur ekki mikið yfir sér en Future forum telur að sólareldavélin sé ein besta leiðin til að berjast við hlýnun jarðar.

Borga 10 mill. dollara fyrir rafmagnsbíl
Keppnin Progressive Automotive X-Price heldur áfram. Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með frá byrjun má geta þess að keppnin snýst um að framleiða bíl sem kemst 100 mílur á galloni (um 2,3 l/100 km). Nú eru 111 keppendur eftir og bílarnir farnir að taka á sig áhugaverðar myndir.

Betri stræti á 3 mín.
Samtök með hið lofandi en lítt hógværa nafn Good hafa sent frá sér vel útfærða vefgrafík sem sýnir hvernig hægt er að gera hefðbundin gatnamót öruggari og áhugaverðari fyrir gangandi og hjólandi umferð. Mjög flott útfærsla. Ekki skemmir að heimasíða samtakana heitir www.good.is!

Víða nógu kalt fyrir netþjónabú
Fyrirtækið Green Grid hefur sett upp reiknivél á netinu sem sýnir hversu auðvelt er að nýta náttúrulega loftkælingu til að kæla netþjónabú. Reiknivélin nær því miður ekki til Íslands.

...

Engin ummæli: