Ég varð töluvert hissa þegar ég sá auglýsingar Sjálfstæðisflokkins á baksíðu Skessuhorns og Póstsins. Þar var mynd af Steingrími J. Sigfússyni og við hliðina hin ógnvekjandi orð "Við skulum sjá til" sem hann hafði látið falla aðspurður um komandi stjórnarsamstarf og ESB 3. apríl sl. Nokkru neðar stóð þykkum stöfum:
"Trúir því einhver að ríkisstjórn Samfylkingar og VG muni ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu?"
Ég get ómögulega áttað mig á hvert flokkurinn minn er að fara með þessari auglýsingu. Eru aðildarviðræður virkilega svona hræðileg tilhugsun? Munu aðildarviðræður setja fyrirtæki á hausinn eða auka á vandamál heimilanna? Munu aðildarviðræður eyðileggja orðspor okkar á alþjóðavettvangi? Nei, aðildarviðræður eru algerlega hættulausar og í versta falli gagnslaus æfing í diplómasiu.
...og jafnvel þótt sumir kjósendur myndu trúa því að aðildaviðræður færðu þjóðarbúið á barm glötunar þá er hæpið að treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir því að sækja ekki um aðild. Á nýafstöðnum Landsfundi var borin upp tillaga sem efnislega sagði: Við viljum ekki sækja um aðild. Hún var felld með öllum þorra atkvæða. Þess í stað var samþykkt tillaga sem formaður Evrópunefndar lýsti sem málamiðlunartillögu. Landsfundurinn sagði með öðrum orðum: "Við skulum sjá til..."
17.4.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli