Er þetta ekki óttalegt klúður með yfirtöku ríkisins á SPRON? Bankinn var í óðaönn að semja við lánadrottna, þá tekur ríkið hann og setur í þrot og skipar skilanefnd. Innlánin eru umsvifalaust færð yfir í Kaupþing, sem þýðir að menn ætluðu SPRON greinilega ekkert framhaldslíf. Hinsvegar virðist skilanefndin á öðru máli því hún setur heimabankann, vörumerki og fleiri innviði á sölu og tekur tilboði MP.
Þá virðast menn uppgvöta að tilgangur MP hafi ekki verið að skreyta húsið sitt með smáranum heldur að reka banka og Kaupþing panikerast yfir því að hugsanlega muni einhverjir viðskiptavinir vilja taka út innlánin sín og færa yfir í MP. Seðlabankinn og FME virðast líka fara í panik og setja málið allt í uppnám.
Á meðan er viðskiptaráðherra aðallega upptekinn af því að tala niður lög um bankaleynd, tala niður krónuna og semja frumvarp sem leyfir niðurfellingu saka þeirra sem hafa framið fjárglæpi.
Er nema von að maður fyllist vantrú af og til?
6.4.09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli