5.5.08

Engin á Hvanneyri

...nei þetta var ekki prentvilla. Það á að standa engin á Hvanneyri með einu enni. Hvanneyrarengin eru ein meginástæðan fyrir því að hér var stofnaður bændaskóli árið 1889. Þá var tilbúinn áburður ekki til-búinn og þess vegna voru flæðiengi gríðarlega verðmæt til heyskapar. Árviss flóð í Hvítá báru með sér næringarefni sem gerðu Hvanneyrarengi að gósenlandi. Gulstörin verður allt að mannhæðarhá á sumrin og enn í dag slegin þó umfangið sé minna en áður. Það sem ekki er slegið leggst undir vetur myndar síðan endalausar breiður af rotnandi sinu. Þessi mynd er tekin vorkvöld í maí þegar ný strá eru að byrja að stinga upp kollinum.
Posted by Picasa

Engin ummæli: