12.5.08

Vor í Borgarfirði


Græni liturinn er að ná tökum á tilverunni og að jafnaði orðið hlýrra úti en í ísskáp. Það þýðir "vor" á Íslandi. Við gerum ekki meiri kröfur til veðursins.

Þetta gæsapar var að spóka sig fyrir neðan hjá mér í morgun og lét sér fátt um finnast þótt ég sæti með kaffibolla og myndavél á svölunum. Engin fyrir neðan húsið hafa verið friðlönd einhverja áratugi og fuglalíf þar er með eindæmum. Maður skammast sín eiginlega fyrir að hafa ekki brennandi áhuga á fuglaskoðun.

Þegar maður býr í sveitinni geta ársíðirnar orðið yfirþyrmandi. Síðasta haust vöknuðum við reglulega um fjögurleitið þegar hundruð (eða jafnvel þúsundir) gæsa flugu yfir húsið okkar á leið frá náttstað upp í beitilöndin. Nú eru það mófuglarnir, stöku endur og karrar sem eiga sviðið.
Posted by Picasa

Engin ummæli: