26.5.08

Sveigjanleg borgarpólitík

Borgarmálin taka á sig sérkennilegar myndir þessa dagana.

Um 4% borgarbúa styðja borgarstjórann sem myndar meirihluta með D-lista sem hefur 34% fylgi sem er sammála minnihlutanum, sem nýtur stuðnings meirihluta kjósenda um að flugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni en 60% borgarbúa eru ósammála þeim.

Til að flækja málið enn frekar verðlaunaði borgin skipulagstillögu fyrir Vatnsmýrina sem borgarstjóri telur meingallaða en minnihlutinn í borginni (sem nýtur stuðnings meirihluta kjósenda) og hluti meirihlutans telur tillöguna mjög góða því hún sé svo opin og sveigjanleg. Reyndar vantar í hana helstu samgöngumannvirki og í stað þéttrar byggðar fáum við breiðstræti og tjörn og tillagan er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag en hvað með það - hún er sveigjanleg!

Sama má segja um hið pólitíska landslag í borginni: Það er sveigjanlegt.

Engin ummæli: